Ferðamennirnir enn á leið til byggða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:00 Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Skyggni var heldur ekki með besta móti, líkt og sjá má af þessari mynd frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. Landsbjörg Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08