Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 08:12 Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Landsbjörg Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent