Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 13:45 Írakar fylgjast með Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, í sjónvarpi. EPA/GAILAN HAJI Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03