Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2020 10:15 Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða. Getty Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36