Hægt verði að greina 5000 sýni á dag eftir helgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 14:26 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Vonir standa til að hægt verði að greina umtalsvert fleiri kórónuveirupróf á næstunni. Með flutningi hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar er talið að afkastagetan muni aukast úr 2000 sýnum á dag upp í 5000 dagleg sýni. Þetta kom fram í máli Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þrátt fyrir að núverandi greiningargeta hafi miðast við 2000 sýni á dag hefur þurft að sinna umtalsvert fleiri sýnum á síðustu dögum. Þannig hafa sýnin oft verið fleiri en 2500 undanfarnar vikur og hátt í 3000 síðustu tvo daga. Karl sagði ljóst að þrátt fyrir dugnað og útsjónarsemi starfsfólks, þannig að hægt væri að greina öll sýnin, væri ljóst að þetta gangi ekki til lengdar. Því sé sýkla- og veirufræðideildin þakklát Íslenskri erfðagreiningu fyrir að hlaupa undir bagga með sér. Fyrirtækið og deildin hafi nú ákveðið að snúa bökum saman til að auka afkastagetuna frekar. Það verði gert með því að flytja hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Verið sé að undirbúa flutninginn og standa vonir til að hægt verði að ráðast í hann í upphafi næstu viku. Við það muni greiningargetan aukast „mjög mikið“ að sögn Karls. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar er talinn geta afkastað um 5000 sýnum á dag, sem er um 150 prósent aukninga frá núverandi getu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vonir standa til að hægt verði að greina umtalsvert fleiri kórónuveirupróf á næstunni. Með flutningi hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar er talið að afkastagetan muni aukast úr 2000 sýnum á dag upp í 5000 dagleg sýni. Þetta kom fram í máli Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þrátt fyrir að núverandi greiningargeta hafi miðast við 2000 sýni á dag hefur þurft að sinna umtalsvert fleiri sýnum á síðustu dögum. Þannig hafa sýnin oft verið fleiri en 2500 undanfarnar vikur og hátt í 3000 síðustu tvo daga. Karl sagði ljóst að þrátt fyrir dugnað og útsjónarsemi starfsfólks, þannig að hægt væri að greina öll sýnin, væri ljóst að þetta gangi ekki til lengdar. Því sé sýkla- og veirufræðideildin þakklát Íslenskri erfðagreiningu fyrir að hlaupa undir bagga með sér. Fyrirtækið og deildin hafi nú ákveðið að snúa bökum saman til að auka afkastagetuna frekar. Það verði gert með því að flytja hluta af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Verið sé að undirbúa flutninginn og standa vonir til að hægt verði að ráðast í hann í upphafi næstu viku. Við það muni greiningargetan aukast „mjög mikið“ að sögn Karls. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar er talinn geta afkastað um 5000 sýnum á dag, sem er um 150 prósent aukninga frá núverandi getu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kominn úr öndunarvél Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. 13. ágúst 2020 14:12
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla í dag. 13. ágúst 2020 13:32