Vísuðu á bug sögusögnum um erlenda vændiskonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:51 Þríeykið sést hér undirbúa sig fyrir fund dagsins. lögreglan Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35