Tilslakanir í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:33 Frá fundi dagsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Una Hildardóttir. vísir/egill Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira