Hagsmunir Kári Stefánsson skrifar 11. ágúst 2020 11:00 Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun