Eins metra regla myndi leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 19:00 Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. STÖÐ2 Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira