Ógnaði starfsfólki Bónuss með grjóti Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 15:16 Úr verslun Bónuss í Skipholti þar sem þjófnaðurinn átti sér stað. vísir/ktd Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna búðarþjófnaðar í Skipholti um klukkan eitt í dag. Þar hafði maður látið greipar sópa í Bónus en var stöðvaður af starfsfólki verslunarinnar, sem hringdi eftir lögregluaðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hljóp maðurinn á brott og starfsfólk á eftir honum. Þegar út úr versluninni var komið á hann að hafa gripið nærliggjandi grjót og ógnað fylgdarmönnum sínum. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið fljóta á staðinn. Henni hafi þannig tekist að stöðva manninn sem á ekki að hafa veitt lögreglu mótspyrnu. Málið hafi verið leyst á vettvangi og var því ekki talin þörf á að handtaka manninn eða færa hann á lögreglustöð til frekari yfirheyrslu. Aðspurður hvers vegna sérsveitin hafi verið fenginn til að stöðva búðarþjóf segir Ásgeir að útkallsbíll frá sérsveitinni hafi einfaldlega verið nálægt versluninni þegar útkallið barst. Hefði hefðbundinn lögreglubíll verið í grenndinni hefði hann verið boðaður á vettvang. Sérsveitin sé hluti af almennu löggæsluskipulagi landsins og því þurfi það ekki að vera til marks um alvarleika útkallsins að sérsveitin sé send á staðinn. Þær upplýsingar fengust jafnframt frá ríkislögreglustjóra að sérsveitin hafi vissulega verið fengin til að aðstoða í Skipholti í dag, án þess þó að vopnbúast. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna búðarþjófnaðar í Skipholti um klukkan eitt í dag. Þar hafði maður látið greipar sópa í Bónus en var stöðvaður af starfsfólki verslunarinnar, sem hringdi eftir lögregluaðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hljóp maðurinn á brott og starfsfólk á eftir honum. Þegar út úr versluninni var komið á hann að hafa gripið nærliggjandi grjót og ógnað fylgdarmönnum sínum. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið fljóta á staðinn. Henni hafi þannig tekist að stöðva manninn sem á ekki að hafa veitt lögreglu mótspyrnu. Málið hafi verið leyst á vettvangi og var því ekki talin þörf á að handtaka manninn eða færa hann á lögreglustöð til frekari yfirheyrslu. Aðspurður hvers vegna sérsveitin hafi verið fenginn til að stöðva búðarþjóf segir Ásgeir að útkallsbíll frá sérsveitinni hafi einfaldlega verið nálægt versluninni þegar útkallið barst. Hefði hefðbundinn lögreglubíll verið í grenndinni hefði hann verið boðaður á vettvang. Sérsveitin sé hluti af almennu löggæsluskipulagi landsins og því þurfi það ekki að vera til marks um alvarleika útkallsins að sérsveitin sé send á staðinn. Þær upplýsingar fengust jafnframt frá ríkislögreglustjóra að sérsveitin hafi vissulega verið fengin til að aðstoða í Skipholti í dag, án þess þó að vopnbúast.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira