Á tvítugsaldri á sjúkrahúsi og íhuga að taka upp eins metra fjarlægðarmörk í skólum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 14:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15