Hönnuðu vagn tileinkaðan trans fólki Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 21:25 Elías Breki, Ugla Stefanía, Svanhvít Ada og Sæborg Ninja sjást hér við transvagninn sem mun keyra um götur höfuðborgarsvæðisins. Strætó Strætó hefur látið hanna strætisvagn tileinkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttu þeirra í tilefni Hinsegin daga 2020. Formaður Trans Íslands segir sýnileika trans fólks og hinsegin fólks vera mikilvægan í baráttunni. Hinsegin dagar fara fram með öðru sniði í ár og var til að mynda ákveðið að aflýsa Gleðigöngunni, sem hefur löngum verið hápunktur hátíðarhaldanna. Þó vildi Strætó leggja sitt af mörkum til að halda í gleðina og fagna fjölbreytileikanum líkt og segir í fréttatilkynningu. „Þrátt fyrir að Ísland sé komið tiltölulega framarlega í réttindabaráttunni miðað við sum önnur lönd þá fyrirfinnast enn þá fordómar og mismunun á íslensku samfélagi á flestum sviðum þjóðfélagsins,“ er haft eftir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur í tilkynningu um framtakið. „Baráttunni er því hvergi nærri lokið. Það er því frábært að sjá svona jákvæð og skýr skilaboð frá Strætó um trans fólk og réttindabaráttu okkar og fögnum við þessu frábæra og sýnilega frumkvæði.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir viðeigandi að Reykjavík Pride vagninn sé tileinkaður trans fólki á Íslandi í ljósi þess hversu áberandi barátta þeirra hefur verið undanfarið. „Nýjasta framfaraskrefið á Íslandi voru lög um kynrænt sjálfræði. Okkur fannst því viðeigandi að Reykjavík Pride vagninn í ár sé tileinkaður trans fólki á Íslandi“ Hinsegin Strætó Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Strætó hefur látið hanna strætisvagn tileinkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttu þeirra í tilefni Hinsegin daga 2020. Formaður Trans Íslands segir sýnileika trans fólks og hinsegin fólks vera mikilvægan í baráttunni. Hinsegin dagar fara fram með öðru sniði í ár og var til að mynda ákveðið að aflýsa Gleðigöngunni, sem hefur löngum verið hápunktur hátíðarhaldanna. Þó vildi Strætó leggja sitt af mörkum til að halda í gleðina og fagna fjölbreytileikanum líkt og segir í fréttatilkynningu. „Þrátt fyrir að Ísland sé komið tiltölulega framarlega í réttindabaráttunni miðað við sum önnur lönd þá fyrirfinnast enn þá fordómar og mismunun á íslensku samfélagi á flestum sviðum þjóðfélagsins,“ er haft eftir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur í tilkynningu um framtakið. „Baráttunni er því hvergi nærri lokið. Það er því frábært að sjá svona jákvæð og skýr skilaboð frá Strætó um trans fólk og réttindabaráttu okkar og fögnum við þessu frábæra og sýnilega frumkvæði.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir viðeigandi að Reykjavík Pride vagninn sé tileinkaður trans fólki á Íslandi í ljósi þess hversu áberandi barátta þeirra hefur verið undanfarið. „Nýjasta framfaraskrefið á Íslandi voru lög um kynrænt sjálfræði. Okkur fannst því viðeigandi að Reykjavík Pride vagninn í ár sé tileinkaður trans fólki á Íslandi“
Hinsegin Strætó Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira