Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 23:31 Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu. Aldrei áður hefur fyrrverandi hátt settur embættismaður sakað Salman um að beita andófsfólk kúgun og ofbeldi. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42