Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 14:32 Caroline Flack. Getty/Keith Mayhew Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57