Dularfull færsla Zlatan Ibrahimovic vekur von hjá stuðningsmönnum Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 11:00 Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með Manchester United en missti þó af úrslitaleiknum vegna meiðsla. EPA/PETER POWELL Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira