Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 21:01 Innbrotið var það vandræðalegasta fyrir Twitter. Þrjótarnir blekktu starfsmenn til þess að komast yfir auðkenni sem gaf þeim aðgang að innra kerfi samfélagsmiðilsins. AP/Matt Rourke Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00