Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 21:01 Innbrotið var það vandræðalegasta fyrir Twitter. Þrjótarnir blekktu starfsmenn til þess að komast yfir auðkenni sem gaf þeim aðgang að innra kerfi samfélagsmiðilsins. AP/Matt Rourke Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00