Hitamældur í hvert sinn sem hann kemur heim til sín Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2020 18:49 Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Kína. Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira