Telur góða hugmynd að skima víðar um land Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2020 13:18 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira