„Við megum ekki láta deigan síga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 13:21 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi, í gær Vísir/EInar Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir Skagamenn finna fyrir létti eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirunni sem veldur covid-19 í skimun gærdagsins. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að fólk gæti áfram ítrustu varúðar og fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar sóttvarnir. Mikill áhugi var fyrir skimuninni sem fram fór á Akranesi í gær og var að endingu fleirum boðið að taka þátt en upphaflega höfðu verið boðaðir með slembiúrtaki. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir okkur hér á Akranesi að engin af þessum 612 sem fóru í sýnatöku, það er bara alveg frábært,“ segir Sævar. Tekin voru á bilinu 26 til 30 sýni á hverju korteri á meðan skimun stóð yfir á Akranesi í gær.Vísir/Einar Hann sé afar ánægður með viðtökur bæjarbúa. „Það var bara einstakt að finna stemninguna og samheldnina í Skagamönnum sem mættu á svæðið og vildu sinna þessu samfélagslega verkefni. En það minnir okkur auðvitað á að þó að við höfum fengið góðar niðurstöður þá þarf áfram að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum,“ segir Sævar. „Við megum ekki láta deigan síga og sinna þessu verkefni öll saman á Íslandi.“ Það sé mikill léttir að enginn hafi greinst sýktur. „Ég vil bara þakka Íslenskri erfðagreiningu, Kára og öllu hans frábæra fólki og heilbrigðisstarfsfólkinu sem að var að sinna þessu. Þetta er einstakt fólk sem er að vinna fyrir íslenskt samfélag á þessum afar sérstöku tímum,“ segir Sævar. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir Skagamenn finna fyrir létti eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirunni sem veldur covid-19 í skimun gærdagsins. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að fólk gæti áfram ítrustu varúðar og fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar sóttvarnir. Mikill áhugi var fyrir skimuninni sem fram fór á Akranesi í gær og var að endingu fleirum boðið að taka þátt en upphaflega höfðu verið boðaðir með slembiúrtaki. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir okkur hér á Akranesi að engin af þessum 612 sem fóru í sýnatöku, það er bara alveg frábært,“ segir Sævar. Tekin voru á bilinu 26 til 30 sýni á hverju korteri á meðan skimun stóð yfir á Akranesi í gær.Vísir/Einar Hann sé afar ánægður með viðtökur bæjarbúa. „Það var bara einstakt að finna stemninguna og samheldnina í Skagamönnum sem mættu á svæðið og vildu sinna þessu samfélagslega verkefni. En það minnir okkur auðvitað á að þó að við höfum fengið góðar niðurstöður þá þarf áfram að sinna einstaklingsbundnum smitvörnum,“ segir Sævar. „Við megum ekki láta deigan síga og sinna þessu verkefni öll saman á Íslandi.“ Það sé mikill léttir að enginn hafi greinst sýktur. „Ég vil bara þakka Íslenskri erfðagreiningu, Kára og öllu hans frábæra fólki og heilbrigðisstarfsfólkinu sem að var að sinna þessu. Þetta er einstakt fólk sem er að vinna fyrir íslenskt samfélag á þessum afar sérstöku tímum,“ segir Sævar.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira