„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:50 Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst. Mögulega verður spilað án áhorfenda eftir það. Vísir/Bára Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira