Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 07:54 Akureyri er alla jafna vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi en nýjar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins setja strik í reikninginn í ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja. Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja.
Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent