Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 22:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Einar Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“ Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“
Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07