Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 22:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Einar Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“ Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“
Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07