Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 22:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Einar Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“ Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“
Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07