Eiga von á því að smitum fjölgi næstu daga Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 18:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08
Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37
Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30