Sjáðu mörkin úr stórsigri Blika og þegar meistararnir unnu botnliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 16:15 Blikar skoruðu fjögur mörk í Árbænum. vísir/bára Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30