Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 10:00 Danirnir Tobias Thomsen og Rasmus Christiansen í glímu. VÍSIR/DANÍEL „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00