Táragasi verið beitt minnst fjórum sinnum frá lýðveldisstofnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2020 21:00 Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Lögreglan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri
Lögreglan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira