Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 20:00 Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark þeirra sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Heimildin tekur til þeirra sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði. „Þetta gerir auðvitað fleirum kleift að hefja nám í haust. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að grípa til til þess að koma til móts við samfélagið á þessum tímum kórónuveirunnar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Áður var heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir þennan hóp. Breytingin tekur einungis til næsta skólaárs. „Þetta er einskiptis aðgerð en það er auðvitað svo að það eru miklir óvissutímar og við viljum auðvitað gera eins mikið og við getum til þess að draga úr þeirri óvissu þannig þetta ásamt öðru verður auðvitað í stöðugri endurskoðun,“ sagði Lilja. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landsambands stúdenta fagna breytingunni en hefðu viljað að hún væri varnaleg. Ráðherra segir ekki útilokað að svo verði. „Við útilokum ekkert á þessum tímapunkti. Við vitum auðvitað að það er mikil óvissa og það er stjórnavalda að reyna að draga eins mikið úr þeirri óvissu til að mynda með því að gera fleirum kleift að hefja nám í haust,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira