Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 13:07 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ferðast nú um Norðurland. Visir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“ Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47