Hnúfubakar eltu Hríseyjarferjuna allan daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:00 Þessi hnúfubakur tengist fréttinni ekki beint. Myndband af hnúfubökunum sem eltu ferjuna má nálgast neðar í fréttinni. Vísir/vilhelm Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira