Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 19:30 Sveindís Jane skoraði þrjú er Breiðablik pakkaði Val saman í Pepsi Max deild kvenna í gær. Vísir/Daniel Thor Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03