Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 13:01 Ragnar Þór Ingólsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir. Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir.
Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15