Serena Williams fetar í fótspor David Beckham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 23:00 Serena Williams gæti fetað í fótspor David Beckham þegar kemur að því að vera stofnandi knattspyrnuliðs í Bandaríkjunum. Getty/Tim Clayton Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni. Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni.
Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31