Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:49 Flugfreyjur eiga góðan vin í Flosa Eiríkssyni sem hundskammar ritstjóða á netinu sem hafa verið ósparir á hnjóðsyrði í garð flufreyja sem gera fólki ferðina í háloftum bærilega. visir/vilhelm Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu. Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu.
Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11