Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:42 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum á Vestfjörðum í dag vegna vatnsveðursins. Vísir/Hafþór Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“ Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“
Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent