Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 11:37 Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins. Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins.
Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27