Úr „sökudólgi“ í hetju á tilfinningaþrungnu tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 11:00 Kjartan Henry Finnbogason liggur hér fremstur í sigurfögnuði Vejle í gær. VÍSIR/GETTY Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53