Úr „sökudólgi“ í hetju á tilfinningaþrungnu tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 11:00 Kjartan Henry Finnbogason liggur hér fremstur í sigurfögnuði Vejle í gær. VÍSIR/GETTY Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53