Kyle Walker vill vinna Meistaradeildina fyrir tvo liðsfélaga sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:00 David Silva hefur unnið nánast allt með Manchester City nema Meistaradeildina. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum. Getty/Shaun Botterill Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira