Kyle Walker vill vinna Meistaradeildina fyrir tvo liðsfélaga sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:00 David Silva hefur unnið nánast allt með Manchester City nema Meistaradeildina. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum. Getty/Shaun Botterill Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira