Heimurinn í greipum heimsfaraldurs Böðvar Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun