Skagamenn ekki skorað jafn mikið síðan þeir unnu síðast tvöfalt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 13:30 Stefán Teitur Þórðarson hefur skorað þrjú af fimmtán mörkum ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/hag ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira