25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 11:08 Konur kveikja á kertum í kirkjugarðinum fyrir alla þá sem létust í þjóðarmorðunum árið 1995 í Srebrenica. EPA/ FEHIM DEMIR Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica. Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica.
Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira