OR dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 15:39 Orkuveita Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð. Dómsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð.
Dómsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira