Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 16:43 Hótel Saga hefur mátt þola mikið tekjufall eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Vísir/vilhelm Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira