Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 10:06 Það þarf svera kapla til að rafvæða höfnina. Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“ Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“
Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13
Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35
210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52