Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin Ísak Hallmundarson skrifar 4. júlí 2020 06:00 Grótta hefur ekki enn fengið að fagna marki í efstu deild. Þeir mæta HK kl. 13:50 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira