„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2020 21:00 Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna ácovid-göngudeild. Vísir/Sigurjón Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira