Pútín segir Rússa hafa greitt atkvæði „með hjartanu“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:59 Með stjórnarskrárbreytingunum gæti Pútín setið sem forseti til 2036. Hann hefði þá verið við völd í hátt í fjörutíu ár. Vísir/EPA Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013. Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013.
Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30