Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkvilisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira