UN Women tíu ára í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:53 Twitter/UN Women Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020 Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020
Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira